Vísað úr samráði sveitarfélaga

Aldís Hafsteinsdóttir.
Aldís Hafsteinsdóttir.

Þremur sveitarfélögum, Súðavíkurhreppi, Reykhólahreppi og Tjörneshreppi, hefur verið vísað úr samráði sveitarfélaganna í kjaraviðræðum vegna brota á ákvæðum samnings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þetta staðfestir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, í Morgunblaðinu í dag, en hún flutti setningarræðu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem var hófst í gær. Er ráðstefnan stærsti viðburður sveitarstjórnarstigsins á hverju ári og sækja hana um 500 manns.

„Sveitarfélög á Íslandi, utan Reykjavíkurborgar, gáfu sambandinu fullnaðarumboð til að vinna að kjarasamningum og í raun semja fyrir hönd sveitarfélaganna. Því fylgdu þau skilyrði, sem allir skrifuðu undir, að þar með myndu sveitarfélögin ekki hafa áhrif á eða skipta sér af kjarasamningsgerð. Þessi þrjú sveitarfélög gerðu það því miður núna og þar af leiðandi var stjórn sambandsins nauðugur kostur að virkja þetta ákvæði sem er í samningunum, sem sveitarfélögin undirrituðu sjálf, að ef að þessi staða myndi koma upp þá væri það augljóst að viðkomandi sveitarfélög hefðu ekki lengur áhuga á að vera í samstarfi hvað varðaði kjaraviðræður,“ sagði Aldís.

Segist hún þó hafa fulla trú á því að farsælli lausn verði náð í kjarasamningum þrátt fyrir þá óvissu sem ríki um þá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert