Á negldum dekkjum mánuði of snemma

Það er of snemmt að skipta yfir á nagladekk.
Það er of snemmt að skipta yfir á nagladekk. mbl.is/Árni Sæberg

Bílaleigur eru farnar að setja negld dekk undir bifreiðir sínar og jafnvel leigja þær út þrátt fyrir að ekki sé leyfilegt að aka um á negldum dekkjum fyrr en 1. nóvember.

Forsvarsmenn tveggja bílaleigna segja í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að ómögulegt sé að skipta um dekk á öllum bílaflotanum á skömmum tíma og vilja undanþágu frá takmörkunum á notkun nagladekkja.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hins vegar að það sé plága að allir bílaleigubílar séu á nöglum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert