Andlát: Sonja Backman

Sonja Backman
Sonja Backman

Sonja Backman lést á líknardeild Landspítalans eftir stutt og erfið veikindi 5. október síðastliðinn, 81 árs að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1938.

Sonja ólst upp á barnmörgu heimili hjá föðurömmu sinni og afa, þeim Jónínu Salvöru Helgadóttur og Ernst Backman, við Háaleitisveg 23 í Reykjavík.

Sonja vann við skrifstofustörf lengst af sínum starfsferli, fyrst á Lögfræðistofu Páls S. Pálssonar og síðan á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Hún var skrifstofustjóri hjá Skóla Ísaks Jónssonar í tæpan aldarfjórðung, fram til ársins 2005. Sonja var um árabil virk í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sat hún m.a. í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna.

Sonja giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Birgi Ísleifi Gunnarssyni, 6. október 1956. Hún fylgdi Birgi af alhug í gegnum feril hans sem borgarstjóri, menntamálaráðherra og seðlabankastjóri og tók þátt í opinberum viðburðum með honum.

Þau Birgir eignuðust fjögur börn; Björgu Jónu, Gunnar Jóhann og tvíburana Lilju Dögg og Ingunni Mjöll. Lilja Dögg er þroskahömluð og Sonja barðist ötullega fyrir því að hún fengi sambærilega þjónustu og skólagöngu og heilbrigð börn. Þessi barátta mótaði líf Sonju og fjölskyldunnar allrar.

Barnabörn þeirra Birgis eru alls níu og barnabarnabörnin sjö.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »