Lilja segir sig frá eineltismálum sem varða MR

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Hari

Forsætisráðherra hyggst leita atbeina forseta Íslands til að setja samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að fara með mál er varða Menntaskólann í Reykjavík sem ættu að heyra undir Lilju Alfreðsdóttiu, mennta- og menningarmálaráðherra. 

Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fjalla málin um endurupptöku þriggja mála er varða meint einelti í Menntaskólanum í Reykjavík. 

Greint var frá því í byrjun sumars að þrír kenn­ar­ar, sem sagt var upp störf­um við Mennta­skól­ann í Reykja­vík í vor, ætla að kanna lög­mæti upp­sagn­anna. Segja þeir upp­sagn­irn­ar vera geðþótta­ákvörðun skóla­stjórn­enda og leið þeirra til að losa sig við ákveðna starfs­menn.

Er þetta í annað sinn sem Lilja segir sig frá meðferð málanna og töku ákvarðana sem þau varða. Lilja telur sig vanhæfa til þess að sjá um meðferð málanna vegna fjölskyldutengsla.

Beiðni um endurupptöku málanna liggur fyrir og því hefur Lilja aftur óskað eftir því að settur verði staðgengill í málunum. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert