Ákærður fyrir að nauðga sofandi kærustu

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir endurtekin og alvarleg kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu sinni. Í ákæru málsins er hann meðal annars sakaður um að hafa nauðgað henni þegar hún var sofandi. Fram kemur að brotin hafi átt sér stað árið 2017.

Maðurinn er ákærður í fjórum liðum. Í fyrsta liðnum er hann sagður hafa afklætt konuna og fjarlægt túrtappa og í framhaldinu haft við hana samræði, en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga.

Í öðru lagi er hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa reynt að hafa endaþarmsmök við konuna þegar hún var sofandi, en hann hafði áður afklætt hana. Vaknaði konan við athafnir mannsins og lét hann þá af háttsemi sinni.

Þá er maðurinn ákærður í tvö skipti fyrir blygðunarsemisbrot, í annað skiptið fyrir að hafa afklætt konuna þegar hún var sofandi og fróað sér yfir henni og í seinna skiptið fyrir að taka upp sjálfsfróun þar sem hún var sofandi.

Fer konan fram á 7,2 milljónir í skaða- og miskabætur auk þess sem ákæruvaldið fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert