Í beinni: Konur, friður og öryggi

Fjölmennt var á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í Veröld í …
Fjölmennt var á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í Veröld í fyrra og búast má við öðru eins í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna, frumkvöðla og aðgerðasinna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu verða meðal áhersluþátta á árlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs sem fram fer í Veröld, húsi Vigdísar, í Háskóla Íslands í dag. 

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna en þetta er í þriðja sinn sem Höfði, friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, stendur fyrir ráðstefnu um friðarmál. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í beinu streymi hér: 


 

Ráðstefnan helst í hendur við nýjan vettvang, Snjallræði, þar sem einstaklingum, frjálsum félagasamtökum og fyrirtækjum gefst tækifæri til að vinna að samfélagslega mikilvægum verkefnum í átta vikna hraðli. Teymin sem taka þátt í Snjallræði 2019 verða kynnt til leiks við hátíðlega athöfn á ráðstefnunni.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, munu ávarpa ráðstefnugesti við upphaf ráðstefnunnar en dagskrána í heild sinni má nálgast hér

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða:

  • Madeleine Rees, framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi (WILPF).
  • Aya Mohammed Abdullha, talskona UNHCR.
  • Mariam Safi, forstöðumaður rannsóknarseturs um stefnumótun og þróunarfræði (DROPS).
  • Bronagh Hinds, meðstofnandi Northern Ireland Women's Coalition og stofnandi DemocraShe.
  • Fawzia Koofi, afgönsk þingkona og baráttukona fyrir réttindum kvenna.
  • Zinat Pirzadeh uppistandari og rithöfundur.
  • Aiko Holvikivi, fræðimaður hjá rannsóknarsetri LSE um konur, frið og öryggi.
  • Harriet Adong, framkvæmdastjóri FIRD, Foundation for Integrated Rural Development í Úganda.
  • T Ortiz, mannréttindafrömuður, sérfræðingur hjá miðstöð gegn mansali í Baltimore og stofnandi TalkWithT.com.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert