Nýttu sjóð M-listans í útikennslusvæði

Nemendur skólanna við nýja útikennslusvæðið.
Nemendur skólanna við nýja útikennslusvæðið. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Hópur fólks sem starfaði saman að M-lista Mýrdælinga, sem nú hefur verið lagður niður, nýtti sjóð sem listinn átti til að byggja upp útikennslusvæði fyrir grunn- og leikskóla Mýrdalshrepps á Syngjanda. Var sú vinna unnin í samráði við sveitarfélagið og skólastjórnendur. 

Syngjandi er útivistarsvæði, í vinalegri kvos í Vík í Mýrdal. Þar hefur Skógræktarfélagið í Vík meðal annars plantað trjám til margra ára. 

Hópurinn afhenti sveitarfélaginu og skólum á svæðinu aðstöðuna í gær, en sveitarstjóri, skólastjórnendur, kennarar og nemendur skólanna voru viðstaddir við það tilefni. 

Á útikennslusvæðinu er nú komið upp eldstæði, við það eru rekaviðakollar og umhverfis eldstæðið er skjólveggur sem er byggður úr trjágreinum af svæðinu. Næst eldstæðinu er svo sandkassi fyrir yngri börnin. 

Þá sá hópurinn um að reisa aðstöðukofa sem geymir ýmis áhöld til útikennslu. Má þar nefna Muurikka pönnu, hlóðarleggi, ketil, hlóðapott, poppkörfu, pönnuspaða, grilltangir og eldivið.

Nemendur við nýja útikennslusvæðið.
Nemendur við nýja útikennslusvæðið. Mbl.is/Jónas Erlendsson
Fv. Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir ,Bergný Ösp Sigurðardóttir, Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri …
Fv. Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir ,Bergný Ösp Sigurðardóttir, Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri og Eva Dögg Þorsteinsdóttir afhenda lyklana að aðstöðukofanum. Mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert