Mývatn lögð af stað til Spánar

Allt gekk samkvæmt áætlun við flugtakið.
Allt gekk samkvæmt áætlun við flugtakið. mbl.is/Hari

Fyrri Boeing 737 MAX 8-farþegaþota Icelanda­ir af tveimur er lögð af stað frá Keflavík til Lleida á Spáni. Þotan sem ber heitið Mývatn fór í loftið rétt eftir klukkan klukkan níu og gekk allt að óskum þegar vélin fór í loftið.  

Búlandstindur átti að fara í loftið um stundarfjórðungi síðar en tafir hafa orðið á flugtaki hennar. 

Flugstjóri um borð í Mývatni er Þórarinn Hjálmarsson og með honum er Guðjón S. Guðmundsson flugmaður. Kári Kárason og Franz Ploder sjá svo um að fljúga Búlandstindi. 

Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og Guðjón S. Guðmundsson flugmaður í stjórnklefa …
Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og Guðjón S. Guðmundsson flugmaður í stjórnklefa Mývatns TF-ICN, fyrstu MAX 8-þotu Icelandair sem flogið var í ferjuflugi til Spánar í morgun. mbl.is/Hari

Þoturnar hafa staðið hafa ónotaðar á Kefla­vík­ur­flug­velli frá því um miðjan mars sök­um kyrr­setn­ing­ar. Þeim verður flogið í ferjuflugi til Lleida þar sem þær verða geymd­ar við betri aðstæður en á Keflavíkurflugvelli þar til leyfi fæst til að taka þær í notk­un á ný. 

Alls verður fimm Boeing 737 MAX 8-þotum og einni MAX 9-þotu flogið til Spánar. Upphaflega stóð til að fljúga þotunum til Frakklands um mánaðamótin en ekk­ert varð úr því vegna leyf­is­mála.

Vél­arn­ar verða geymd­ar á Spáni þar til leyfi fæst til að taka þær í notk­un á ný. Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hinum fjór­um þot­un­um verði flogið út fljót­lega, all­ar flug­heim­ild­ir eru komn­ar og veður­spá­in er góð. 

Mývatn TF-ICN var flogið til Spánar í morgun þar sem …
Mývatn TF-ICN var flogið til Spánar í morgun þar sem vélin verður geymd, ásamt öðrum MAX-þotum Icelandair, uns leyfi fæst til að taka þær í notk­un á ný. mbl.is/Hari

Flug­menn Icelanda­ir fljúga vél­un­um til Spánar og verða tveir flug­stjór­ar um borð í hverri vél og verða þeir sömu­leiðis þeir einu um borð í vél­inni. Evr­ópska flu­gör­ygg­is­stofn­un­in, EASA, set­ur ít­ar­leg skil­yrði sem Icelanda­ir þarf að upp­fylla fyr­ir fram­kvæmd flugs vél­anna, m.a. varðandi flug­hæð, flug­hraða og þjálf­un­ar­kröf­ur og reynslu viðkom­andi flug­stjóra.

Aðeins flugmennirnir tveir eru um borð í vélunum sem flogið …
Aðeins flugmennirnir tveir eru um borð í vélunum sem flogið er ferjuflugi til Spánar. mbl.is/Hari
Ansi einmanalegt er um borð í tómu vélunum, en glæsilegar …
Ansi einmanalegt er um borð í tómu vélunum, en glæsilegar eru þær. mbl.is/Hari
Alls verður fimm Boeing 737 MAX 8-þotum og einni MAX …
Alls verður fimm Boeing 737 MAX 8-þotum og einni MAX 9-þotu flogið til Spánar. mbl.is/Hari
Frá undirbúningi flugtaks þotanna á Keflavíkurflugvelli í morgun.
Frá undirbúningi flugtaks þotanna á Keflavíkurflugvelli í morgun. mbl.is/Hari
Upphaflega stóð til að fljúga þotunum til Frakklands um mánaðamótin …
Upphaflega stóð til að fljúga þotunum til Frakklands um mánaðamótin en ekk­ert varð úr því vegna leyf­is­mála. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert