Snjóar til fjalla annað kvöld

Á mánudag snýst í norðanátt og kólnar í veðri.
Á mánudag snýst í norðanátt og kólnar í veðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fremur hæg vestlæg átt verður á landinu í dag, en strekkingur norðvestan til síðdegis. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og stöku skúrir þar framan af degi en annars bjartviðri.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Á morgun gengur í sunnankalda með rigningu, en sums staðar slyddu fyrir austan um kvöldið og snjóar til fjalla. Milt veður með deginum, en sums staðar vægt næturfrost á Norður- og Austurlandi.

Á mánudag snýst í norðanátt og kólnar í veðri. Úrkoma fer þá yfir í slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, en léttir smám saman til syðra.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Gengur í sunnan 8-15 m/s með rigningu, hvassast á annesjum, lengst af hægara og þurrt A-lands, en dálítil rigning eða slydda þar um kvöldið. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s um morguninn, víða rigning og milt veður. Snýst síðan í norðan 10-18 með snjókomu eða éljum, fyrst NV til, en hægari vindar og rofar til fyrir sunnan og kólnar í veðri.

Á þriðjudag:
Norðan 10-15 m/s og él víða um land, léttir til fyrir sunnan. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðan heiða.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðanátt og él á N-verðu landinu, en yfirleitt léttskýjað fyrir sunnan. Kalt í veðri.

Á föstudag:
Útlit fyrir hæga vinda og bjartviðri í flestum landshlutum, en áfram kalt í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert