Stungu af eftir fjögurra bíla árekstur

Alls voru afskipti höfð af sjö ökumönnum í gærkvöldi og …
Alls voru afskipti höfð af sjö ökumönnum í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut í Garðabæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Ekið var aftan á bifreið og fann tjónþoli til eymsla bæði í fótum og höfði, auk þess sem tjón varð á ljósastaur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tjónvaldur og farþegi náðu að hlaupa brott af vettvangi.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp þegar bifreið var ekið inn í garð í Kópavogi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Alls voru afskipti höfð af sjö ökumönnum í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 

Þá voru afskipti höfð af konu á heimili hennar í Breiðholti vegna vörslu fíkniefna og tveir menn handteknir í Árbæ vegna gruns um vörslu og sölu fíkniefna.

mbl.is