Drög að reglugerð um selveiðibann

Veiðibannið mun gilda um allar selategundir.
Veiðibannið mun gilda um allar selategundir. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Drög að reglugerð um bann við selveiðum var birt í Samráðsgátt stjórnvalda á föstudaginn. Veiðibannið mun gilda um allar selategundir, þar með talið bæði landsel og útsel hér við land.

Á þessu ári var lögfest breyting sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að setja reglugerð um selveiðar og að banna eða takmarka þær telji Hafrannsóknastofnun það nauðsynlegt.

Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um landsel í sumar kom fram að mikil fækkun hafði orðið í landselsstofninum. Lágmarksstofnstærð á að vera um 12.000 selir en talið er að fjöldinn sé nú um 21% minni. Hafrannsóknastofnun leggur því til að sett verði bann við beinum veiðum á landsel. Einnig verði leitað leiða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »