Óraunhæf og blygðunarlaus barátta

Ágústa E. Ingþórsdóttir.
Ágústa E. Ingþórsdóttir. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Að kennarar beiti sér gegn skólameistara vegna þess að hann féllst ekki á kröfur kennara um efni stofnanasamnings, án þess að þeir hafi sjálfir neytt úrræða sem þeim eru ákveðin í kjarasamningi, sýnir blygðunarlausa hagsmunabaráttu þar sem persóna skólameistarans hefur verið tekin fram fyrir annað.

Þetta segir í yfirlýsingu Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, vegna umfjöllunar um kjaramál við skólann. Félög kennara og skólastjórnenda í framhaldsskólum hafa beint þeim tilmælum til menntamálaráðuneytis að flýta ráðningu skólameistara og ljúka óvissuástandi í skólanum, þar sem strax þurfi að leiðrétta kjör svo þau séu sambærileg því sem tíðkast í öðrum framhaldsskólum.

Í yfirlýsingu segir Ágústa Elín kjör kennara ráðast af kjara- og stofnanasamningum. Á þeim forsendum beri stjórnanda og kennurum að gera með sér stofnanasamning. Í FVA hafi viðræður um slíkt staðið í um tvö ár, án samkomulags. Á sl. ári hafi kennarar vísað málinu til sáttanefndar en svo dregið það til baka til að eiga frekari viðræður við skólameistara, sem sjálfur hafi nú vísað málinu til nefndarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert