Bílvelta á Suðurlandsvegi

Þrír voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.
Þrír voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bílvelta varð á Suðurlandsvegi í kvöld nærri afleggjaranum að Þrengslavegi. Þrír voru í bílnum og hafa þeir verið fluttir á slysadeild til aðhlynningar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkrabílar frá bæði Reykjavík og Selfossi svöruðu kallinu er beiðni barst um aðstoð, en þeir sem voru í bifreiðinni voru komnir út er sjúkraflutningamenn komu á staðinn.

Ekkert liggur fyrir um tildrög slyssins.

mbl.is