Mun fleiri kalla eftir hjálp

Leiður ungur maður.
Leiður ungur maður. Ljósmynd/Thinkstock

Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur fengið 745 sjálfsvígssímtöl það sem af er ári en allt árið í fyrra voru þau 552. Í ágúst síðastliðnum bárust 98 sjálfsvígssímtöl og í september 90. Til samanburðar voru þau 66 í september í fyrra.

„Það er mjög mikið leitað til okkar og greinilega mikil þörf. Ég á ekki orð til að útskýra þetta,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta-samtakanna, sem sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum. Í september í fyrra voru veitt 59 viðtöl en nú í september voru viðtölin 230. Í gær voru viðtölin í október komin vel yfir 200. Skjólstæðingar í meðferð hjá Píeta voru í byrjun sumars 56 en eru nú 104.

Fólkið sem hefur samband við Hjálparsímann 1717 og Píeta er á öllum aldri og af báðum kynjum. Samtölum í Hjálparsímann hefur fjölgað frá ungu fólki sem margt glímir við kvíða og almennt hjálparleysi, að sögn Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa RKÍ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert