Blaðberinn sem raular á morgungöngunni

Mogginn er ómissandi og Ólafur kemur með blaðið til lesenda.
Mogginn er ómissandi og Ólafur kemur með blaðið til lesenda. mbl.is/​Hari

„Blaðburðurinn gefur mér tækifæri til að kynnast borginni. Teigarnir í Laugardalnum í Reykjavík eru mitt fasta svæði en svo hleyp ég í skarðið í öðrum hverfum ef forföll verða. Eftir 18 ár í starfinu er ég því búinn að dreifa Mogganum á nánast öllu höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ólafur Guðmundsson, blaðberi hjá Póstdreifingu.

Hann dreifir Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í hús við Hraunteig og Kirkjuteig, en hann býr einmitt við þá götu. „Samtals eru þetta 76 bréfalúgur í hverfinu mínu og göngutúrinn tekur um það bil klukkustund. Bílstjórinn kemur með bunkann að húsinu heima um klukkan þrjú um nóttina en yfirleitt fer ég úr húsi um klukkan fimm, stundum fyrr, til dæmis ef ég er með aukahverfi eins og núna í byrjun vikunnar þegar ég var með Kvosina. Fór þá með blöðin til dæmis á Alþingi, Stjórnarráðshúsið og fleiri staði,“ segir Ólafur. „Þetta var aðfaranótt mánudagsins þegar var glerhált á götunum. Ég þakka fyrir að hafa þá verið á góðum skóm og farið hægt.“

Ólafur er menntaður tæknifræðingur en starfar sem lausamaður að ýmsum verkefnum. Blaðburðurinn er þó aðalstarfið. „Mér finnst útiveran góð og ég nýt mín vel í næturkyrrðinni; þegar borgin er enn í dvala. Sárafáir á ferli; leigubílar, flutningatrukkar og löggan. Jú, og einstaka villuráfandi sauðir, einu sinni kom ég að manni sem var að reyna að brjótast inn í bíl,“ segir Ólafur meðal annars í Morgunblðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert