Undirbúa lögsókn á hendur Sturlu

Uppbygging á 32 íbúða fjölbýlishúsi á vegum félagsins við Gerplustræti …
Uppbygging á 32 íbúða fjölbýlishúsi á vegum félagsins við Gerplustræti 2-4 í Mosfellsbæ fór rúmlega 300 milljónir fram yfir áætlaðan kostnað. mbl.is/​Hari

Stjórn Gerplustrætis 2-4 ehf. undirbýr nú lögsókn gegn Sturlu Sighvatssyni, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins.

Uppbygging á 32 íbúða fjölbýlishúsi á vegum félagsins við Gerplustræti 2-4 í Mosfellsbæ fór rúmlega 300 milljónir fram yfir áætlaðan kostnað og við skoðun á bókhaldi vegna uppbyggingarinnar kom ýmislegt í ljós. Ásgeir Kolbeinsson, núverandi stjórnarformaður Gerplustrætis, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV að útlit væri fyrir að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað.

Kaupendum íbúðanna barst bréf á þriðjudag þar sem þeim var tjáð að þeir þyrfti að greiða lokagreiðslu til að fá afsal afhent til þess að vera öruggir um að tapa ekki því fé sem þeir hafa þegar lagt í kaupin.

Ásgeir segir að einungis sé verið að bjóða kaupendum að klára samningana sem gerðir voru á sínum tíma. Ekki sé verið að fara fram á hækkun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert