Landsmót UMFÍ eru liðin undir lok

Frjálsíþróttakeppni á Landsmóti UMFÍ.
Frjálsíþróttakeppni á Landsmóti UMFÍ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íþróttaveisla UMFÍ, sem ákveðið hefur verið að halda í Kópavogi í júní á næsta ári, er framhald landsmóta ungmennafélaganna með nýju og breyttu sniði. Gömlu landsmótin verða því að óbreyttu ekki haldin oftar en þau hafa verið mikilvægur þáttur í starfi ungmennafélaganna frá árinu 1909.

„Íþróttaveislan er í raun framhald gömlu landsmótanna. Við byrjuðum á því að breyta um takt á landsmótinu á Sauðárkróki sumarið 2018. Við erum að þróa mótin áfram þannig að þau henti fyrir þátttöku almennings. Við höfðum til fólks sem ekki stundar afreksíþróttir, þótt það sé líka velkomið, fólks sem vill hreyfa sig, sér til heilsubótar og ánægju,“ segir Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands.

Gerður hefur verið samstarfssamningur við Kópavogsbæ og Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) um framkvæmd Íþróttaveislu UMFÍ sem efnt verður til í Kópavogi 26. til 28. júní á næsta ári. Þetta verður þriggja daga lýðheilsuhátíð.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Haukur að í Kópavogi sé góð aðstaða og allir innviðir í góðu lagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »