Stefna að því að opna Hótel Reykjavík í mars

Svona var umhorfs á framkvæmdasvæðinu í gær, en tvær hæðir …
Svona var umhorfs á framkvæmdasvæðinu í gær, en tvær hæðir eru komnar upp götumegin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt hótel í keðju Íslandshótela við Lækjargötu og Vonarstræti er tekið að rísa upp úr grunni sínum. Stefnt er að því að taka hótelið í notkun snemma árs 2021 og mun það heita Hótel Reykjavík.

„Þetta gengur ágætlega núna. Grunnurinn var okkur erfiður, við þurftum meðal annars að keyra þar niður stálþil af mikilli varkárni enda eru þarna viðkvæm hús á svæðinu,“ segir Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, í Morgunblaðinu í dag, en fornleifar fundust einnig á byggingarreitnum við upphaf framkvæmda og verða þær varðveittar í norðurenda hótelsins. „Núna er þessi jarðvegsvinna öll að baki og þá er bara að herða á vinnunni enn frekar,“ segir Ólafur.

Aðspurður segir Ólafur stefnt að því að opna hótelið í mars 2021.

„Ég á ekki von á að það breytist neitt nema þá kannski að okkur takist að færa opnunina enn nær í tíma, en það skýrist betur um áramótin hvernig uppsteypa hefur gengið,“ segir hann. Ólafur segir nú fjórar hæðir komnar upp úr grunni hótelsins baka til en við Lækjargötu er verið að reisa aðra hæð hótelsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »