Ortu ljóð fyrir loftslagið

Hátt í 400 grunnskólabörn úr öllum landshlutum sendu inn ljóð …
Hátt í 400 grunnskólabörn úr öllum landshlutum sendu inn ljóð í ljóðasamkeppni sem efnt var til á Ljóðadögum Óperudaga og voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í Kaldalóni, einum tónleikasala Hörpu, síðastliðinn sunnudag. mbl.is/Baldur Arnarson

Hátt í 400 grunnskólabörn úr öllum landshlutum sendu inn ljóð í ljóðasamkeppni sem efnt var til á Ljóðadögum Óperudaga og voru verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í Kaldalóni, einum tónleikasala Hörpu, síðastliðinn sunnudag.

Verðlaunin voru veitt í tveimur flokkum. Annars vegar í 1.-5. bekk og hins vegar í 6.-10. bekk. Sigurvegari í eldri flokki (6.-10. bekkur) var Baldur Björn Arnarsson með ljóðið Af hverju gerum við ekkert? Í öðru sæti varð Hera Arnardóttir og í þriðja sæti varð Sólrún Axelsdóttir.

Stúlkur í öllum efstu sætum

Sigurvegari í yngri flokki (1.-5. bekkur) var Febrún Sól Arnardóttir með ljóðið Ljóð fyrir loftslagið. Vilborg Halla Jónsdóttir varð í öðru sæti og Maríanna Káradóttir varð í þriðja sæti.

Krakkarnir voru hvattir til að senda inn ljóð um náttúruna, loftslagið, framtíðarsýn sína og drauma eða annað sem féll að viðfangsefninu, breytingum á loftslaginum, að því er fram kemur um keppni þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »