Sigmundur ánægður með svar ráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um meintan stuðning hans við „öfgakenndu“ umhverfisverndarsamtökin Extinction Rebellion.

Sigmundur spurði hvort Guðmundur styddi aðgerðir samtakanna um að nettólosun gróðurhúsalofttegunda skuli hætt árið 2025. 

Þessi samtök hafa talað fyrir aðgerðum sem hefðu gríðarleg áhrif á daglegt líf fólks og sérstaklega tekjulægri hópa, myndu í raun færa okkur áratugi aftur í tímann hvað varðar jafnræði, möguleika fólks á að komast leiðar sinnar, geta átt bíl og geta ferðast. Ef farið yrði að kröfu samtakanna, um að stöðva nettólosun fyrir árið 2025, myndi það leiða til langstærstu manngerðu kreppu heimssögunnar,“ sagði Sigmundur og spurði hvort ráðherra styddi þessi markmið.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert

Ég þakka þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég kannast ekki við að ég hafi nokkurn tíma lýst yfir stuðningi við umrædd samtök. Það kann að vera að ég hafi sett „líkar við“ á Facebook til að fylgjast með þessum samtökum ef það er það sem þingmaður er að vísa til,“ sagði Guðmundur.

Æskilegt en ekki raunhæft markmið

Ráðherra bætti við að markmiðið að ná nettólosun í núll árið 2025 væri æskilegt en ekki raunhæft.

Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að svarið gæfi vísbendingu um það sem koma skal; að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í barátunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli í til vísinda og staðreynda. „Svoleiðis að ég fagna svari ráðherra.“

Guðmundur sagði að þrátt fyrir að hann telji ekki raunhæft að ná nettólosun niður fyrir árið 2025 sé ekki þar með sagt að Íslendingar eigi ekki að setja sér skýr og metnaðarfull markmið þegar kemur að loftslagsmálum.

Ég hef líka sagt að við þurfum að gera enn þá betur,“ sagði Guðmundur. 

Þannig að það sé algjörlega skýrt þá vill sá sem hér stendur að Ísland sé fremst í flokki þegar kemur að loftslagsmálum og setji sér metnaðarfull markmið og fylgi þeim vel eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina