Segir að þáttur DNB verði væntanlega rannsakaður

Þáttur norska ríkisbankans DNB í bankaviðskiptum Samherja í Namibíu verður …
Þáttur norska ríkisbankans DNB í bankaviðskiptum Samherja í Namibíu verður væntanlega rannsakaður af norskum yfirvöldum. Af vef DNB

Þáttur norska ríkisbankans DNB í bankaviðskiptum Samherja í Namibíu verður væntanlega rannsakaður af norskum yfirvöldum. Bankinn hefur síðustu ár lagt mikla áherslu á að koma í veg fyrir peningaþvætti og aðra ólöglega fjármálastarfsemi. 

Þetta segir talsmaður bankans, Even Westerveld, í samtali við norska dagblaðið Aftenposten, en tengsl DNB við umsvif Samherja í Namibíu eru þar til umfjöllunar 

Í fyrra var þeim reikningum fyrirtækisins, sem notaðir voru til að yfirfæra meira en 70 milljónir Bandaríkjadollara í gegnum skúffufyrirtækið Cape Cod FS á Marshalleyjum lokað, eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar. 

„Okkur var greint frá íslensku umfjölluninni og könnum auðvitað kringumstæður,“ segir Westerveld. „Það er á ábyrgð lögreglu að rannsaka og þá uppgötva hvort viðskipti, sem hafa átt sér stað í gegnum bankann, feli í sér lögbrot. DNB getur ekki gefið upplýsingar um einstaka viðskiptavini,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert