Persónuuppbætur og 30 daga orlof

Samiðn, MATVÍS og VM hafa undirritað nýja kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem gilda til 31. mars 2023.

Laun hækka í krónutölu um 17 þúsund á þessu ári og um 24 þús. kr á næsta og aftur á þarnæsta ári og loks um 25 þúsund 1. janúar 2022. Lágmarkslaun eiga að ná 368 þúsund kr. á mánuði 1. janúar 2022.

Samið var um 75.500 kr. uppgjörsgreiðslu fyrir tímabilið frá 1. apríl sl. til 31. október sl. og um sérstaka eingreiðslu upp á 57.000 kr. sem greiðist starfsmönnum í fullu starfi 1. febrúar 2023. Í samningnum er einnig kveðið á um að starfsmenn í fullu starfi fái greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert á samningstímanum, mismunandi háa fjárhæð í hvert sinn eða allt frá 50.450 til 124.750 kr. Lágmarksorlof verður 30 dagar og samið var um heimild til að framlengja ráðningar starfsmanna sem náð hafa 70 ára aldri. omfr@mbl.is

mbl.is