Stöðug umferð frá sjö á morgnana til sex á kvöldin

Gríðarlegt magn af jarðvegi er flutt á degi hverjum af framkvæmdasvæðinu við nýja Landspítalann. Megnið af því fer í landfyllingu við Skarfabakka þar sem höfuðstöðvar Faxaflóahafna verða reistar. 

Í myndskeiðinu er fylgst með framkvæmdunum, sem eru býsna tilkomumiklar, úr lofti.

Þegar yfir lýkur verður búið að færa um 200.000 rúmmetra af jarðvegi af lóð nýja Landspítalans sem er tæplega helmingur þess magns sem þarf í landfyllinguna. 

Það bætist í landfyllinguna við Skarfabakka á degi hverjum.
Það bætist í landfyllinguna við Skarfabakka á degi hverjum. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert