Logar á himni í morgun

Sólarstundum landsmanna fækkar nú jafnt og þétt. Fólk kann því vel að meta birtuna þegar hennar nýtur við og í morgun var hún einkar falleg við sólris sem var um klukkan 10:30 í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Á svona stundum er einkar fallegt um að litast við tjörnina í Hafnarfirði eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.

Í dag sest sólin klukkan 15:59 en hægt er að fylgjast með gangi sólar á veðurvef mbl.is.

mbl.is