Lögregla auglýsir eftir eiganda hamsturs

Ekki væsir um hamsturinn hjá finnandanum.
Ekki væsir um hamsturinn hjá finnandanum. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Suðurnesjum auglýsir á Facebook-síðu sinni eftir eiganda hamsturs sem fannst á röltinu við Sunnubraut í Keflavík fyrr í kvöld.

„Sú sem fann hann vinnur hörðum höndum að því að breyta honum í veganista með stífri kálgjöf,“ segir í færslunni.

Er þeim sem kunna að þekkja eigandann bent á að hafa samband við lögreglu, sem geti komið viðkomandi í samband við finnandann. 

mbl.is