Úrsögn Andrésar kom þingflokknum á óvart

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Stundum skilja leiðir og það er lítið við því að gera. Það kom okkur á óvart hér í upphafi þingflokksfundar þegar hann sagði okkur frá þessu, það verður að segjast eins og er,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, um úrsögn Andrésar Inga Jónssonar úr þingflokknum.

Tilkynnt var í upphafi þingfundar nú kl. 15 að Andrés Ingi hefði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna og hygðist starfa utan þingflokka.

Í tilkynningu þess vegna segist Andrés Ingi telja full­reynt að hann geti sinnt þing­störf­um eft­ir sam­visku sinni og sann­fær­ingu í ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarkey segir Andrés Inga ekki hafa tiltekið þessar ástæður á þingflokksfundinum. Hún hafi lesið um þær í fjölmiðlum og á Facebook.

Ósammála því að VG fylgi ekki hugsjónum í ríkisstjórnarsamstarfi

Aðspurð hvort hún telji að Samherjamálið hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þingmanninum segist Bjarkey ekki geta ályktað um það af skrifum Andrésar.

Þá segist Bjarkey algerlega ósammála Andrési um að Vinstri græn nái ekki að fylgja sínum hugsjónum í ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

„Að sjálfsögðu þökkum við fyrir samstarfið. Það er engin ástæða til annars.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert