Fylgi Miðflokks og Pírata eykst

Um helmingur kjósenda styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Um helmingur kjósenda styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðflokkur, Píratar og Viðreisn bæta við sig fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem greint er frá á RÚV. Samfylkingin tapar fylgi en fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða. Um helmingur þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina. 

Sjálfstæðisflokkurinn er með 21,7% fylgi og Samfylkingin kemur þar á eftir með 15,8% fylgi. 14% sem taka afstöðu segjast myndu kjósa Vinstri græn. Miðflokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi og fær 12,9% fylgi. 

Viðreisn mælist með 10,8% fylgi og Píratar 10,3%. Þá fær Framsóknarflokkurinn 7,8% fylgi og þar á eftir koma Flokkur fólksins með 3,9% fylgi og Sósíalistaflokkur Íslands með 3% fylgi, eini flokkurinn sem ekki er með fulltrúa á þingi. 

Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 28. nóvember til 1. Desember. Heildarúrtak var 11.663 og þátttökuhlutfall var 53,2%. Þátttakendur voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

mbl.is