Ákærður fyrir árás með hafnaboltakylfu

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að öðrum karlmanni á sextugsaldri í nóvember í fyrra og slegið hann ítrekað með hafnaboltakylfu í höfuð og búk. Átti árásin sér stað í íbúð í miðborg Reykjavíkur.

Í ákæru málsins segir að afleiðingar árásarinnar hafi verið skurður á hnakka, mar í andliti og blæðing bak við hljóðhimnu í öðru eyra. Þá hafi fórnarlambið einnig haft mar á hálsi, brjóstkassa, baki, hendi og úlnlið sem og á læri og sár á sköflungi.

Fer saksóknari fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en í einkaréttarkröfu fer fórnarlambið fram á tæplega þrjár milljónir í skaðabætur.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert