Tollstjóri líður fyrir fall WOW

Frá ársbyrjun 2018 hefur ekki verið ráðið í 20 störf …
Frá ársbyrjun 2018 hefur ekki verið ráðið í 20 störf sem hafa losnað hjá embætti tollstjóra, þar af 10 tollvarðastöður. mbl.is/Ófeigur

Embætti tollstjóra verður af 150 milljónum króna á þessu ári vegna gjaldþrots WOW air. Hluti er bættur með fjáraukalögum en þrátt fyrir það hefur starfsfólki verið fækkað til að mæta vandanum. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV

Sigurður Skúli Bergsson, settur tollstjóri.
Sigurður Skúli Bergsson, settur tollstjóri. Ljósmynd/Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Frá ársbyrjun 2018 hefur ekki verið ráðið í 20 störf sem hafa losnað, þar af 10 tollvarðastöður. Á síðasta ári hefur tollgæslan í Keflavík og á Seyðisfirði lagt hald á rúmlega 100 kíló af hörðum fíkniefnum í samstarfi við lögregluembættin á svæðinu. 

Sigurður Skúli Bergsson, settur tollstjóri, segir að reynt hafi verið að hlífa tollgæslunni eins og hægt er í þessu aðhaldi þar sem tollgæslan sé kjarnastarfsemi stofnunarinnar. Hann segir 90 milljóna viðbótarframlag ríkisins hins vegar ekki nóg.

mbl.is