Ungur píanóleikari stóð sig vel í beinni útsendingu sjónvarps um allt Rússland

Ásta Dóra Finnsdóttir.
Ásta Dóra Finnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásta Dóra Finnsdóttir, 12 ára píanóleikari úr Garðabæ, komst ekki áfram úr annarri umferð Hnetubrjótsins, sjónvarpskeppni ungra tónlistarmanna hjá TvKultura í Rússlandi í gærkvöldi. Kennari Ástu Dóru og faðir voru þó einstaklega ánægð með frammistöðu hennar.

Ásta Dóra var meðal 16 þátttakenda sem komust í úrslitakeppnina eftir forval. Hún var meðal átta keppenda sem komust áfram úr fyrstu umferð í Moskvu og stóð sig einnig vel í annarri umferð sem fram fór í gærkvöldi og var sjónvarpað beint um allt Rússland. Hún fékk góðar einkunnir og var hársbreidd frá því að komast áfram í þriggja manna úrslit.

„Maður getur bara óskað eftir því að hún geri sitt besta og það gerði hún svo sannarlega. Hvernig dómnefndin spilar svo úr þessu fer eftir allmörgum þáttum og getur til dæmis röð keppenda skipti máli þar sem stigin eru gefin jafnóðum,“ segir Finnur Þorgeirsson, faðir Ástu Dóru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert