Forsætisráðuneytið leitaði ekki tilboða vegna ráðgjafar

Stjórnarráðið fór ekki að settum reglum.
Stjórnarráðið fór ekki að settum reglum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsætisráðuneytið leitaði ekki tilboða í þjónustu sem það keypti af Attentus - mannauði og ráðgjöf á tímabilinu frá október 2018 til ágúst 2019, alls að fjárhæð 2,3 milljónir króna.

Þetta kom fram í svari frá forsætisráðuneytinu. Tilefnið er umfjöllun blaðsins um tugmilljóna viðskipti ríkisstofnana við Attentus.

„Sú þjónusta sem ráðuneytið hefur keypt af umræddu fyrirtæki er á sviði mannauðsráðgjafar og stjórnendafræðslu. Ekki hefur tíðkast að leita tilboða þegar slík þjónusta er keypt enda er þá jafnan verið að leita eftir þjónustu tiltekinna ráðgjafa vegna þekkingar þeirra og reynslu og/eða þeirrar aðferðafræði sem þeir beita og kenna. Þá eru upphæðir slíkra þjónustukaupa jafnan langt undir viðmiðunarfjárhæðum laga um opinber innkaup,“ sagði þar m.a.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert