Mjög hvasst á sunnanverðu Snæfellsnesi

Vetrarfærð er í öllum landshlutum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðast hvar er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Skafrenningur er á flestum fjallvegum um norðan- og austanvert landið.

Veðurvefur mbl.is

Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi og mjög hvasst á sunnanverðu Snæfellsnesi. Enn er lokað um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði á Vestfjörðum og ófært norður í Árneshrepp.

Norðanlands er hálka eða snjóþekja á vegum í Eyjafirði og þónokkur snjókoma eða éljagangur. Flughálka er við Bakkaflóa norðaustanlands.

mbl.is