Skjálftarnir orðnir yfir 200 talsins

Kort/Veðurstofa Íslands

Yfir 200 skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga í dag og hafa tilkynningar borist til jarðvársviðs Veðurstofu Íslands um að stærsti skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.

Í morgun klukkan 07:59 varð skjálfti af stærð 3,5 við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.  Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.

Stærsti eftirskjálftinn reið yfir klukkan 8:26 í morgun og reyndist hann vera 2,8 stig. Upptök hans, líkt og stóra skjálftans, voru rúma 3 km suðaustur af Fagradalsfjalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert