Þingmenn minntust Helga Seljan

Þing­fund­ur í dag hófst með því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, las upp minn­ing­ar­orð um Helga Seljan, fyrrverandi þingmann Alþýðubandalagsins, sem lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi sl. þriðju­dag, 10. des­em­ber, 85 ára að aldri.

Þing­menn risu úr sæt­um sín­um til þess að minn­ast Helga að því loknu.

Helgi Seljan.
Helgi Seljan.


Helgi var kjör­inn til setu á Alþingi sem þingmaður Alþýðubanda­lags­ins í Aust­ur­lands­kjör­dæmi. Á þingi sat Helgi til árs­ins 1987 þegar hann gaf ekki kost á sér til end­ur­kjörs . Hann var for­seti efri deild­ar Alþing­is 1979-1983. Eft­ir þing­fer­il­inn varð Helgi fé­lags­mála­full­trúi hjá Öryrkja­banda­lagi Íslands og seinna fram­kvæmda­stjóri til starfs­loka árið 2001.

Helgi var fædd­ur á Eskif­irði 15. janú­ar 1934, son­ur þeirra Friðriks Árna­son­ar og El­ín­borg­ar Krist­ín­ar Þor­láks­dótt­ur konu hans. Fóst­ur­for­eldr­ar hans voru Jó­hann Björns­son, bóndi í Selja­teigi í Reyðarf­irði, og kona hans Jó­hanna Helga Bene­dikts­dótt­ir.

Eft­ir­lif­andi kona Helga er Jó­hanna Þórodds­dótt­ir. Börn þeirra eru Helga Björk (1955), Þórodd­ur (1956), Jó­hann Sæ­berg (1957), Magnús Hilm­ar (1958), Anna Árdís (1964). Alls eru af­kom­end­urn­ir 34.

Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin. Hygg ég ekki ofmælt að hann hafi verið einn vinsælasti og vinflesti þingmaðurinn á sinni tíð og gekk þvert á flokksbönd. Það segir nokkuð um manninn sem við minnumst hér í þessum sal í dag,“ sagði meðal annars í minningarorðum Steingríms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert