Wikborg Rein sinnir lögfræðistörfum fyrir Samherja

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í deilumáli sem …
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í deilumáli sem rekið er fyrir namibískum dómstólum þessa dagana og snýr að sölu togarans Heinaste, sem namibísk yfirvöld hafa kyrrsett vegna meinta ólöglegra veiða.

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í deilumáli sem rekið er fyrir namibískum dómstólum þessa dagana og snýr að sölu togarans Heinaste, sem namibísk yfirvöld hafa kyrrsett vegna meinta ólöglegra veiða.

Bæði RÚV og Stöð 2 greindu frá þessu í kvöldfréttatímum sínum í kvöld og birtu bréf frá lögmanni Wikborg Rein þar sem fram kemur að lögmannsstofan komi fram fyrir hönd Samherja í málinu. Einnig er fjallað um málið á vef Stundarinnar.

Norska lögmannsstofan er sem kunnugt er að vinna innanhússrannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu, að beiðni stjórnar Samherja, en ekki hefur komið fram að á sama tíma gæti Wikborg Rein hagsmuna sjávarútvegsfyrirtækisins í lagadeilum þar í landi.

Í löngu og ítarlegu svari Geir Swiggum stjórnarformanns Wikborg Rein við fyrirspurn Stöðvar 2 kemur fram að öll vinnan sem Wikborg Rein sé að vinna „tengist ásökununum á hendur Samherja“ en stjórnarformaðurinn segir þó einnig að sú vinna snúist um fleira en bara að leita staðreynda um það sem þegar hafi átt sér stað og ásakanir snúi að.

Þannig sé Wikborg Rein að hjálpa Samherja að „koma í veg fyrir frekari misgjörðir, ef slíkar hafi átt sér stað í fortíðinni“ og að aðstoða Samherja við að hætta starfsemi í Namibíu í samræmi við lög og reglur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert