470 í kirkjuhlaupi TKS

Metfjöldi skokkaði á annan í hjólum.
Metfjöldi skokkaði á annan í hjólum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Met var slegið í árlegu kirkjuhlaupi TKS, Trimmklúbbs Seltjarnarness, sem haldið var níunda árið í röð í gær á öðrum degi jóla, en 470 manns tóku þátt í hlaupinu.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta kirkjuhlaup TKS fór fram en þá tóku 70 manns þátt. Síðan þá hefur hlaupið orðið hluti af jólahefð fjölmargra en þess má geta að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er einn þeirra sem sprettu úr spori með klúbbnum í gær. Þetta staðfestir Kristinn Ingvarsson, formaður TKS, í Morgunblaðinu í dag.

Hlaupaleiðin, sem er rúmir 14 kílómetrar, liggur framhjá 13 kirkjum og byrjar og endar við Seltjarnarneskirkju.

„Þetta er bara svona rólegt og afslappað, engin skráningargjöld og engin tímataka. Bara ást og umhyggja,“ segir Kristinn.

„Þetta var algjörlega stórkostleg upplifun. Allir að faðmast og kyssast. Við erum svo fallega væmin og sæt á þessum tíma, á jólunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert