Sækja þarf um leyfi til selveiða

Makindalegir selir.
Makindalegir selir. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2020. Umsóknarfrestur er til 15. janúar næstkomandi. Umsóknum á að skila á eyðublaði sem er aðgengilegt á vef Fiskistofu (fiskistofa.is).

Auglýsingin er með vísan í reglugerð um bann við selveiðum (1100/2019), sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti 11. desember 2019 og var birt í Stjórnartíðindum 13. desember. Með gildistöku reglugerðarinnar er sett bann við öllum selveiðum í sjó, ám og vötnum á íslensku forráðasvæði.

Fiskistofa getur veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netalaga, þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert