Grímur sótti um starf ríkislögreglustjóra

Grímur staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.
Grímur staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. mbl.is/Júlíus

Grímur Grímsson, fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og núverandi tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, er meðal umsækjenda um starf ríkislögreglustjóra.

Grímur staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið, þar sem hann segist vilja láta reyna á hæfnisákvæði í embættinu. 

Listi yfir umsækjendur hefur ekki verið birtur, en greint hefur verið frá því að Páll Winkel fangelsismálastjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, séu á meðal umsækjenda.

Ekki náðist í Grím við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert