87% barnarúma stóðust ekki kröfur

Oft vantar mikilvægar merkingar eða upplýsingar með rúmunum.
Oft vantar mikilvægar merkingar eða upplýsingar með rúmunum. AFP

Neytendastofa hefur fylgt eftir átaksverkefni sem gert var árið 2015 þar sem skoðað var öryggi barnarimlarúma og barnaferðarúma. Um var að ræða evrópskt samstarfsverkefni.

„Fjöldi barnarúma var skoðaður og voru 23 barnarimla- og ferðarúm send til prófunar. Niðurstöðurnar sýndu að 87% þeirra stóðust ekki lágmarkskröfur um öryggi. Í flestum tilfellum eða 74% vantaði mikilvægar merkingar eða upplýsingar með rúmunum,“ segir í umfjöllun um niðurstöðurnar á vef Neytendastofu.

Fram kemur að einnig komu í ljós hönnunargallar á rúmunum þar sem 30% þeirra voru með of stór bil eða op þar sem hætta var á að barn gæti fest sig eða slasast alvarlega.

„Til að mynda má op eða bil á milli rimla á rúmum ekki vera stærra en 6,5 cm. Ef það er stærra er hætta á slysum þar sem höfuð barnsins getur fest. Þá má bil á milli hliðar og dýnu aldrei verða meira en 3 cm. Ef bilið er stærra gæti höfuð barns farið á milli dýnu og rúms þannig að hætta verður á köfnun,“ segir þar ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert