Ekið á gangandi vegfaranda

mbl.is/Hjörtur

Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu á fimmta tímanum í dag. Óskað var eftir sjúkrabílum á vettvang, en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða.

Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var viðkomandi uppistandandi þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Hann var engu að síður fluttur á sjúkrahús til skoðunar, en meiðsli hans eru sem fyrr segir ekki talin alvarleg.

mbl.is