Alvarlegt slys í Hafnarfjarðarhöfn

Kafarar að störfum í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi.
Kafarar að störfum í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum.

Þrír voru í bílnum og náðust þeir út og voru fluttir á slysadeild en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagðist í gærkvöldi ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Lögregla, sjúkralið og slökkvilið voru kölluð út vegna slyssins. Þá voru fimm kafarar frá séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar kallaðir út samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert