Lögregla lagði hald á fíkniefni og vopn

Sexmenningarnir voru handteknir sl. sólarhring samhliða mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, …
Sexmenningarnir voru handteknir sl. sólarhring samhliða mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Þór

Sex manns voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fimm þeirra til 31. janúar og einn til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi, sem snýr m.a. að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sexmenningarnir voru handteknir síðastliðinn sólarhring samhliða mjög umfangsmiklum aðgerðum lögreglu, en ráðist var í húsleitir víða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni.

mbl.is