Ísstíflur í Hvítá að losna

Vísbendingar eru um að ísstíflur í Hvítá hafi losnað að …
Vísbendingar eru um að ísstíflur í Hvítá hafi losnað að einhverju leyti. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Vísbendingar eru um að ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi hafi losnað að einhverju leyti.

Vatnshæð við Brúnastaði hefur farið lækkandi frá því á miðnætti sem bendir til þess að áin eigi greiðari leið niður árfarveginn.

Þetta kemur fram í athugasemd sérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Eftir vatnavexti vegna úrkomu og leysinga um helgina fer vatnshæð í flestum ám nú lækkandi.

mbl.is