Varað við fölsuðum evru-seðlum

100 evrur.
100 evrur. Ljósmynd/Wikipedia.org

Falsaðir 100 evru seðlar hafa verið notaðir í viðskiptum í nokkrum tilvikum um helgina og vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beina þeim tilmælum til fólks að gæta að sér þegar verið er að taka við greiðslu í erlendum gjaldeyri og gæta vel að öryggisatriðum seðla.

Verði fólk þess vart að reynt sé að greiða með fölsuðum seðli er best að kalla strax til lögreglu gegnum 112, segir í viðvörun lögreglunnar á Facebook-síðu embættisins. 

mbl.is