13 stiga hiti í hnúkaþey

Það verður vel hlýtt á landinu fyrri hluta dagsins á …
Það verður vel hlýtt á landinu fyrri hluta dagsins á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er sunnan 13-20 metrum í kvöld og í nótt með talsverði rigningu. Það hlýnar töluvert með þessu en er búist við 5 til 13 stiga hita fyrri hluta dags á morgun. Hlýjast í hnúkaþey norðaustan til. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Minnkandi suðvestanátt með morgninum, 5-13 m/s í kringum hádegi og él eða slydduél víða, en bjart austan til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Gengur í sunnan 13-20 í kvöld og nótt með talsverðri rigningu, en úrkomuminna norðaustanlands. Það hlýnar töluvert með þessu, en það er búist við 5 til 13 stiga hita fyrri hluta dags á morgun, hlýjast í hnúkaþey norðaustan til. Snýst í suðvestan 15-23 síðdegis á morgun með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert. Það dregur svo ekki að ráði úr suðvestanáttinni fyrr en á föstudag.“

En síðan kólnar hressilega á fimmtudag.
En síðan kólnar hressilega á fimmtudag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurspáin fyrir næstu daga

Á miðvikudag:

Suðlæg átt, víða 13-20 m/s og talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi. Vestlægari síðdegis með éljum og kólnar, en rofar til um landið austanvert.

Á fimmtudag:
Suðvestan og vestan 15-23 m/s og éljagangur, en léttskýjað austan til á landinu. Frost 0 til 4 stig.

Á föstudag:
Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og snjókoma eða él, en þurrt austanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnudag:
Líkur á norðanhvassviðri eða -stormi með snjókomu, en hægari og úrkomulaust sunnanlands. Vægt frost víðast hvar.

Á mánudag:
Útlit fyrir stífa norðaustanátt með snjókomu um landið norðanvert, en þurru veðri syðra.

Veður á mbl.is

mbl.is