Samanlögð hækkun upp á 420 þúsund

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í Iðnó í dag.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í Iðnó í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í tilboðinu sem samninganefndar Eflingar lagði fram til Reykjavíkurborgar í síðustu viku er gerð krafa um að desemberuppbót hækki úr um 97 þúsund krónum eins og hún er núna í rúmar 380 þúsund krónur í janúar 2022.

Einnig er gerð krafa um að orlofsuppbót fari úr 51 þúsund krónum í um 190 þúsund krónur í janúar 2022. Samanlagt er því um að ræða hækkun upp á rúmlega 420 þúsund krónur.

Þetta kom fram þegar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kynnti tilboð samninganefndarinnar á opnum fundi í Iðnó. 

Frá samningafundi Eflingar í Iðnó í dag.
Frá samningafundi Eflingar í Iðnó í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefndin opin fyrir viðræðum 

„Það var gert svolítið úr því í fjölmiðlum fyrir helgi að þessi desemberuppbót og orlofsuppbót væri há og það er vissulega rétt að þetta er veruleg hækkun frá því sem nú er en það er sátt um það innan samninganefndarinnar að hún er opin fyrir viðræðum um þetta atriði og mun ekki láta steyta á því að þetta þurfi endilega að vera samkvæmt þessari útfærslu sem þarna er lögð til,“ sagði Viðar á fundinum.  

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar.
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is