Unnið á of miklum hraða

Mælifell. Strútur er í baksýn, Hólmsárlón og Strútslaug handan hans.
Mælifell. Strútur er í baksýn, Hólmsárlón og Strútslaug handan hans. mbl.is/RAX

„Ég sé einfaldlega ekki hver þörfin er á að keyra þetta svona hratt áfram,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um þær fyrirætlanir umhverfis- og auðlindaráðherra að stofna nýjan miðhálendisþjóðgarð sem þekja mun um þriðjung landsins.

Segir hann að vanda þurfi til verka við þetta verkefni sem hann segir mjög áhugaverða hugmynd. „Um þessar mundir er verið að móta orkustefnu og orkuöryggisstefnu. Það er verið að skoða hvað við þurfum að gera í innviðauppbyggingu og loftslagsmálum og þetta eru allt atriði sem þarf að taka með í reikninginn.“ Bendir hann á að orkuframleiðsla og þær aðferðir sem beitt verður við hana muni leika lykilhlutverk í baráttunni við loftslagsbreytingar á komandi áratugum.

Í viðtali íið ViðskiptaMogganum í dag segir Hörður að innan eins til tveggja ára geti Landsvirkjun tekið að greiða ríkissjóði 10 til 20 milljarða árlega í arðgreiðslur af starfseminni. Þar skipti lykilmáli nýir orkusölusamningar sem séu mun hagstæðari fyrir íslenskt þjóðarbú en eldri samningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »