Fanney Rós sett í embætti ríkislögmanns

Fanney Rós Þorsteinsdóttir.
Fanney Rós Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur í embætti ríkislögmanns, tímabundið til þriggja mánaða. Fanney Rós gegnir embættinu í fjarveru Einars Karls Hallvarðssonar ríkislögmanns.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Fanney Rós útskrifaðist með kandídatspróf frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaragráðu frá Columbia-háskóla árið 2012. Hún fékk réttindi til málflutnings í héraði árið 2006 og fyrir Hæstarétti árið 2014. Hún hefur starfað við embætti ríkislögmanns frá 2012.

mbl.is