Miklar rafmagnstruflanir á Vestfjörðum í dag

Slökkviliðsmenn vinna við að hreinsa ís og seltu af tengivirki …
Slökkviliðsmenn vinna við að hreinsa ís og seltu af tengivirki Landsnets í Breiðadal. Ljósmynd/Snapchat Orkubús Vestfjarða

Raforkukerfið á Vestfjörðum komst í eðlilegan rekstur um kl. 21 í kvöld, en þar hafa verið miklar rafmagnstruflanir í dag og víða þurft að keyra á varaafli.

Rafmagnslaust var í öllum Önundarfirði lungann úr deginum, en selta hlóðst upp í tengivirki Landsnets í Breiðadal og var það því órekstrarhæft. Slökkviliðið á Ísafirði var fengið til þess að hreinsa tengivirkið.

Töluverðan tíma tók að koma á rafmagni á Flateyri, þar sem bilun var í varavél þar og því þurfti að flytja færanlegar varaaflsvélar til bæjarins.mbl.is