Vesturlandsvegur brátt í útboð

Kollafjörður. Lögreglan lokaði Vesturlandsvegi 10. janúar sl. þegar enn eitt …
Kollafjörður. Lögreglan lokaði Vesturlandsvegi 10. janúar sl. þegar enn eitt alvarlega umferðarslysið varð þar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt kapp er lagt á að bjóða breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi út í sumar, eða um leið og hönnunarvinna, samningar við landeigendur, umhverfismat og framkvæmdaleyfi eru í höfn.

Þetta kemur fram í tölvubréfi Önnu Elínar Jóhannsdóttur, verkfræðings á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar, í kjölfar fyrirspurnar Sigrúnar Jóhannsdóttur, formanns íbúaráðs Kjalarness, um framvindu verkefnisins. „Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að árið 2019 færu 200 milljónir í verkefnið en engar sýnilegar framkvæmdir urðu á svæðinu á þeim tíma,“ segir Sigrún í fyrirspurninni.

Lengi hefur verið kallað eftir breikkun Vesturlandsvegar enda hafa orðið þarna mörg alvarleg slys. Nú síðast gerðist það fyrr í þessum mánuði þegar stór ruslagámur losnaði aftan úr vöruflutningabifreið og lenti á vörubíl og lítilli fólksflutningabifreið. Tveir slösuðust alvarlega. Íbúar á Kjalarnesi og sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi hafa margoft ályktað um nauðsyn tvöföldunar vegarins.

Um er að ræða breikkun vegarins á um níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert